Félagströllið

trollid_transp_backgr copyFélagströllið er vefkerfi fyrir þá sem standa að æskulýðsstarfi. Hlutverk þess  er að halda utan um og auka virkni og ábyrgð ungmenna.  Virknin er aukin með því að leikjavæða skráningu á því starfi sem unglingarnir taka þátt í. Félagströllið sér um að halda utan um og veita viðurkenningu fyrir það sem þátttakendur taka sér fyrir hendur í æskulýðsstarfinu.

Félagströllið snýst um það að leysa verkefni í raunveruleikanum og fá stig fyrir það í leiknum. Á heimasíðunni uppfærast stigin jafn óðum og þátttakendur leysa verkefni og fá þeir því jákvæða endurgjöf fyrir það sem þeir taka sér fyrir hendur. Þátttakendur safna sér stigum og þegar visst mörgum stigum hafa safnast komast þeir upp á næsta þrep. Við hvert þrep eykst krafan um fjölda stiga og þar af leiðandi verður erfiðara að færast upp um þrep. Þetta verður til þess að þátttakandinn þarf að taka að sér meiri ábyrgð og sýna meira frumkvæði eftir því sem reynsla hans verður meiri. Þetta er mjög í anda æskulýðsstarfs þar sem hinir reynslumeiri aðstoða þá reynsluminni við það að leysa verkefni.

Hver hópur fær sína heimasíðu þar sem allir þátttakendur fá sitt eigið svæði sem allir í hópnum geta skoðað. Á svæði þátttakandans er mynd af honum, þar sést hversu mörg stig hann hefur hlotið og á hvaða þrepi hann er. Þátttakandinn getur einnig hlotið orður fyrir vel unnin störf og eru þetta allt aðferðir til þess að hvetja hann til dáða. Þátttakendur raðast einnig upp á stigatöflu þar sem þeir geta borið saman stöðu sína við stöðu hinna í hópnum.

Með Félagströllinu getur leiðbeinandi hóps í hvaða æskulýðsstarfi sem er metið þátttöku hópmeðlima og haldið utan um stöðu þeirra. Félagströllið er mjög opið kerfi og getur umsjónarmaður hvers hóps skilgreint hvað er metið til stiga og hversu mikið vægi hver verknaður hefur í stigafjölda. Þannig getur hann stillt kerfið svo að virk þátttaka sé metin til fleiri stiga en aðeins það að mæta á staðinn. Leikurinn á þannig að sýna fram á rétta stöðu þátttakenda út frá virkni þeirra ásamt því að hvetja til og meta þátttöku í jákvæðu tómstundastarfi. Þegar umsjónarmaður Félagströllsins hefur stillt hvað sé metið til stiga í Félagströllinu sjá þátttakendur um skrá þátttöku sína í gegnum sérstaka innskráningarsíðu og uppfærast þá stigin hjá einstaklingnum sjálfkrafa. Umsjónarmaðurinn hefur yfirsýn yfir allar innskráningar þátttakenda og getur hann stillt kerfið þannig að hann þurfi að samþykkja færslurnar áður en þær birtast á síðu þátttakandans.

forsíða

Félagströllið – Dæmi um stigakerfi

Félagströllið – Þátttakendur

Félagströllið – Guðmundur Ari – Level 7 – Sensei  3200 4000

Félagströllið – Stigataflan

Félagströllið – Félagströll fyrri ára