9 Þrep æskulýðsstarfs

Í bókinni 9 Þrep æskulýðsstarfs leitast Guðmundur Ari, tómstunda- og félagsmálafræðingur, við að skoða hver megin tilgangur og helstu markmið æskulýðsstarfs eru. Í bókinni eru lögð fram 9 Þrep æskulýðsstarfs sem innihalda helstu kenningar tómstundafræða ásamt verkfærum sem stuðla að faglegu starfi með ungu fólki.

Guðmundur Ari Sigurjónsson er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem starfað hefur við æskulýðsstörf síðan árið 2008. Bókin  er hluti af verkefni sem styrkt var af Evrópu unga fólksins.

Hægt er að panta prentað eintak hér neðar á síðunni.

Bókin í heild sinni:
9 Þrep æskulýðsstarfs