The Lean Startup – Beittu einfaldri en þó vísindalegri aðferð við þitt startup

814EXQRrg5L._SL1500_Gunnar Hólmsteinn CEO hjá Clöru benti mér á frábæra bók um daginn sem ber nafnið The Lean startup og er skrifuð af Eric Ries. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar þessi bók um frumkvöðlafræði og frumkvöðla hugsun en í bókinni er fjallar um Lean aðferðina við það að stofna fyrirtæki eða við þróun á nýrri vöru eða verkefni.

Höfundur bókarinnar Eric Ries er 32 ára frumkvöðull sem hefur margra ára reynslu af nýsköpunarstörfum bæði vel heppnuðum og misheppnuðum. Hann var einn af stofnendum IMVU Inc sem er sýndarveruleiki á netinu þar sem notendur geta búið sér til persónu í þrívídd og átt samtöl og spilað leiki við aðra notendur. IMVU hefur 40 milljón notendur og hefur skapað yfir 40 milljón dollara í tekjur.

Bókin er: skemmtileg blanda af reynslusögum höfundar sem og reynslusögum af öðrum frumkvöðlafyrirtækjum í bland við aðferðir og eins konar kenningar. Eric Ries dregur mikinn lærdóm af misheppnuðum frumkvöðla hugmyndum og greinir það sem fór úrskeiðis. Að mati Eric Ries er allt of mikið gert úr því að tala um vel heppnuð startup sem einhverskonar töfra eða heppni og vill hann meina að það séu viss vísindi bakvið vel heppnað startup. Bókin er kaflaskipt og kaflarnir fylgja startup ferlinu frá því að hugmynd fæðist og þangað til að hún er orðin að veruleika.

Í grunninn snýst Lean aðferðin um að lágmarka óþarfa hluti eða allt sem mundi flokkast sem “waste”. Aðferðin byggir á því að nota vísindalegar aðferðir þar sem sett er fram mælanleg tilgáta, hún prófuð og útfrá niðurstöðunum er tekin ákvörðun um framhaldið. Þetta setur Eric upp sem “The build measure learn feedback loop”.

En með þessu er áherslan lögð á raunveruleg gögn en ekki einungis hugsjónir og fyriráætlanir um jákvæða útkomu.

Gott dæmi um hvernig maður á að beita Lean aðferðinni er þegar maður hefur stórar hugsjónir og góða hugmynd af nýrri vöru eða fyrirtæki þá er mikilvægt að láta reyna á hugmyndina sem fyrst í raunveruleikanum svo ekki sé verið að fjárfesta of miklum tíma og fjármunum í hugmynd sem ennþá hefur ekki sannað notagildi sitt í raunveruleikanum. En í þessu samhengi talar Eric um MVP (minimum viable product) en það er eins konar tilraunarútgáfa af vörunni/hugmyndinni þar sem grunnvirknin er til staðar án allra óþarfa fylgihluta. Mikilvægt er svo að beita vísindalegum og mælanlegum aðferðum til að geta mælt hvað gekk vel og hvað þarf að laga. En einn af stóru hlutunum í Lean hugmyndinafræðinni er einmitt að þora að gjörbreyta hugmyndinni ef hún er ekki að fá nægilega góða svörun frá neytandanum.

Samantekt:

Ég mæli hiklaust með þessari bók fyrir alla sem vilja geta beitt frumkvöðla hugsun á skipulagðan og vel útfærðan hátt. Bókin er skemmtileg blanda af reynslusögum og aðferðum sem allar vinna í átt að því að gera lesandann að hæfari frumkvöðli. Höfundurinn nær að þó að taka mann niður á jörðina þar sem hann fjallar ekki bara um startup sem að meikuðu það heldur einnig um góðar hugmyndir sem ekki gengu upp og reynir hann að greina hvað betur hefði mátt fara. Höfundurinn brýtur startupið einnig niður í skref og hugmyndafræðin á bakvið MVP kveikir í manni eldmóð að láta reyna á þær hugmyndir sem maður hefur í kollinum og sjá hvað setur.

Eric Ries – @ericries
http://theleanstartup.com/

Gunnar Hólmsteinn – @gunniho
http://www.clarahq.com/